25.5.2009 | 22:29
Enn þjáist þjóðin
Ekki hafa orðið miklar framkvæmdir/aðgerðir til bjargar okkur almenningi af hálfu nýrrar ríkisstjórnar. Enn mega fjölskyldur glíma við lán, sem hækkað hafa um margar milljónir og krafan er að borga strax.
Eignirnar lækka í verði meðan lánin sem á þeim hvíla hækka og hækka.
Hvar er réttlætið?
Hvers megum við að vænta?
Hvað á íslensk þjóð skilið?
Við tókum lán. Það er rétt. Til hinna ýmsu hluta. Flest þó til fasteignakaupa eða til kaupa á nýjum/notuðum bíl.
Menn höfðu reiknað út hve mikið þeir treystu sér til að nota af tekjum sínum í þessar skuldbindingar. Og ófáir höfðu bankasérfræðinga með sér í lántökunum og útreikningunum.
Þeir útreikningar eru einskis virði nú. Skuldunautarnir mega taka á sig allar byrðarnar. Lánadrottnar eru verndaðir gegn öllu illu. Þá má ekkert vont henda.
Hvers vegna eru þessi lán svona algjörlega einhliða?
Hvers vegna þarf eingöngu sá sem tekur lán að líða? Ekkiert tap hjá þeim sem lánar? Mætti ekki reyna að jafna þessar byrðar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.