Maí, vor og von

Þessi mánuður, maí, er svo rómantískur og þrunginn gleði.  Fuglarnir syngja ástarljóð sín, plöntur blómstra, lömbin koma í heiminn, unglingarnir fagna prófáfanga, litlu börnin hjóla sína fyrstu ferð með stuðningi pabba eða mömmu eða eldri systkina ..  veiðmenn stand í vatni næstum upp að hálsi.  Hestamenn kemba hesta sína og baða svo glampar á feldinn.  "Folöldin þá fara á kreik og fuglinn syngur, og kýrnar leika við hvurn sínn fingur"  (H.K.Laxness)

Heinrich Heine  samdi ljóðabálkinn Dichterliebe.  Stórkostleg ljóð.  Hér eitt um mánuðinn maí:

Im wunderschönen Monat Mai,

Als alle Knospen sprangen,

Da ist in meinem Herzen

Die Liebe aufgegangen.

 

Im wunderschönen Monat Mai,

Als alle Vögel sangen,

Da hab ich ihr  gestanden

Mein Schnen und Verlangen.

 

Það er hrein nautn að hlýða á þessi ljóð sungin.  Fyrir langa löngu eignaðist ég plötu með Dietrich Fischer-Dieskau bariton, undirleikari Jörg Demus.  Mikið spiluð plata.  Mig langar mjög að eignast nýja útgáfu á geisladiski.  Þá verður sennilega annar söngvari og annar undirleikari. Bara gaman að bera saman.

Kannski verður nýja stjórnin nefnd maístjórnin þegar tímar líða fram.  Vonandi veit það á gott.

En þetta með sykurskattinn er nú ekki beinlínis gáfulegt. GetLost

Ögmundur er samt búinn að stand sig ágætlega eins og t.d. með st. Jósefsspítala eða hvað?  Hvernig fór það eiginlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband