Jóhanna syngur, Jóhanna ræður

Jóhönnur eru á toppnum þessa dagana.  Jóhanna Sig á forsætisráðherrastólnum og Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu þar sem Eurovision söngvakeppnin fer fram.

Gaman að líta nánar á þetta nafn:  Jóhanna, útlent tökuheiti, upphaflega hebreskt, en mun hafa borist hingað úr dönsku.  Hefur tíðkast hér síðan á 17. öld.  Árið 1910 var Jóhanna áttunda algengasta kvenmannsnafn hér á landi. (Hermann Palsson.  Íslensk mannanöfn)

Draumanafnið Jóhanna þýðir: Afar gott tákn í draumi, gæfuríkir tímar blasa við. (Draumarnir þínir Draumaráðningabók. Þóra Elfa Björnsson tók saman)

Kjóllinn hennar Jóhönnu Guðrúnar er umtalsefni nú.  Með réttu. Þetta er óskaplega óklæðileg flik og mikil synd að setja utan á þennan fallega kropp.  Sverrir Stormsker talar um blessaðan kjólinn sem helbláa blúndugardínuafganga á bloggi sínu og bætir um betur með að líkja honum við bolluvönd.

Hvað um dressið þá er vonandi að Jóhönnu Guðrúnu gangi vel  og við fáum að njóta þessa að sjá hana og heyra.

Jóhanna Sigurðardóttir flugfreyja og forsætisráðherra er komin með nýja áhöfn.  Mönnum hefur verið skipt út.  Ásta Ragnheiður m.a. var látin víkja.  Mér finnst það að mörgu leyti leitt.  Ásta hefur látið sig velferðarmál varða um árabil.  Þetta ráðuneyti hæfði henn vel.

Þetta er alls ekki óskaríkisstjórnin mín.  Hins vegar óska ég henni velfarnaðar og vona að nú verði stefnt á góðar gjörðir í þágu allra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband