Farfugladagurinn og Bessastaðahringurinn

Auglýsing:

Alþjóðlegi farfugladagurinn 9. maí 2009

Haldið verður upp á alþjóðlega farfugladaginn á Álftanesi næstkomandi laugardag, 9. maí. Boðið verður upp á gönguferð og fuglaskoðun, leiðbeiningar um fuglaljósmyndun og ýmsar upplýsingar um fugla, ferðir þeirra og farleiðir og um náttúru Álftaness.

Umhverfisráðuneytið, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Sveitarfélagið Álftanes, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Fuglavernd halda sameiginlega upp á daginn.

Dagskrá

  • 13.00 – 16.00. Upplýsingastöð í Álftanesskóla. Aðgengilegar verða upplýsingar um fugla, flug og farleiðir þeirra, fuglalíf og náttúru á Álftanesi, friðlýsingu Skerjafjarðar og Álftaness og dagskrá farfugladagsins.
  • 13.00 – 14.00. Kynning á fuglaljósmyndun í Álftanesskóla. Félagar í Fuglavernd fara yfir helstu atriði við ljósmyndun fugla og veita grunn leiðbeiningar. Farið verður í stutta göngu að Kasthúsatjörn þar sem hugað verður að fuglaljósmyndun og nokkrar myndir teknar.
  • 13.00 – 14.00.  Fuglaskoðun og leiðbeining um greiningu fugla við Bessastaðatjörn (við bílastæði hjá Bessastaðakirkju). Félagar í Fuglavernd leiðbeina og aðstoða þátttakendur við greiningu og fuglaskoðun. Gott er að mæta með sjónauka.
  • 14.20 - 16.00  Gönguferð og fuglaskoðun umhverfis Bessastaðatjörn í fylgd félaga úr Fugla- og náttúruverndarfélagi Álftaness og félaga úr Fuglavernd til að fræðast um Álftanes og til fuglaskoðunar. Lagt af stað frá Álftanesskóla.

Við nýttum okkur þessa frábæru dagskrá.  Sérlega gaman að taka þátt. 

Umhverfisráðherrann okkar, Kolbrún Halldórsdóttir flutti ávarp og mér finnst eftirsjá í þeirri konu úr ráðuneytinu. Hún er ein af þeim sem láta verkin tala.  Og er heiðarlegur stjórnmálamaður.

Það var genginn hringurinn um Bessastaðatjörn.  Bara þó nokkuð góð ganga. Kristinn Guðmundsson og Einar Þorleifsson leiðbeindu okkur og voru afskaplega skemmtilegir og auðvitað fróðir með eindæmum.  Við sáum heilmargar fuglategundir,  þar á meðal óðinshana, minn fyrsta í ár , á Breiðabólstaðatjörn, margæsir, sem eru aðalfuglarnir  þarna á nesinu!  Hávellur, sem eru einstaklega skemmtilegir fuglar og það sem er nú ekki verra, það er svo auðvelt að þekkja þær!  Hljóð þeirra eru líka yndisleg. 

Veðrið var algjörlega eðlilegt, ágætis rok og vindurinn kaldur. 

Ekki sást til Ólafs og Dorrittar.  En ég er viss um að okkur hefði öllum verið boðið til stofu á Bessastöðum ef við hefðum haft lambhúshettur til að hylja andlit. Og síðan tekin tali í ríkissjónvarpinu.  Hmmm

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband