Stjórnarmyndun

Það er ekki ánægjulegt að fylgjast með vinnubrögðum stjórnmálamannanna, sem nú standa að myndun ríkisstjórnar.  Það er eins og þeim liggi ekkert á.  Ekkert sérlega aðkallandi handan við hornið.  Bara svona allt í góðu. Gefa sér góðan tíma.  ESB vaðallinn heldur áfram eins og aðildin sé á tröppunum ef þeim þóknast.  Og eins og aðildin sé bráðnauðsynleg nú þegar. 

Merkilegt hve  liggur lítið á að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum. 

Skjaldborgartalið er orðið sorglegt.  Marklaust.

Af hverju tekur Steingrímur ekki við og leiðir stjórnarmyndunina?  Það væri verðugt verkefni fyrir vinstri græn.  Þeirra er sigurinn í kosningunum ásamt Borgarahreyfingunni. Segja má að framsókn hafi unnið nokkurn sigur líka.

Það er merkilegur hæfileiki Samfó að breiða yfir sporin.  Man nokkur eftir að þeir voru í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum?

 

Til fróðleiks:

Hanna Lára á blogginu: :   http://larahanna.blog.is/blog/larahanna er með umfjöllun um ESB.  Fínt að líta á þá síðu sér til glöggvunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband