22.1.2009 | 11:44
Ofvaxnar byggingar á viðkvæmum stöðum
Mikið tek ég undir með stjórnum Íbúasamtaka Vesturbæjar og Íbúasamtaka Miðborgar. Til þess eru vítin að varast þau eins og bent er á í fréttinni: Til staðar eru víti til varnaðar þar sem eru háhýsi í Skugganum við Skúlagötu og háhýsi við Höfðatún sem ekki einungis treður á nánasta umhverfi sínu heldur skyggir líka á sjálfan Sjómannskólann og innsiglingavita hafnarinnar þar með.
Það er ótrúlegt að vera vitni að öllum þeim hörmulegu byggingaframkvæmdum sem upp hafa komist á undanförnum árum. Nefna má íþróttamannvirki, sem byggt var við húsvegginn á hesthúsum í Heimsenda. Kópavogsklúður. Eitt af mörgum.
Sannarlega kominn timi til að hlusta á athugasemdir íbúa og taka tillit til þeirra.
Skipulagsslys á Slippareit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.