4.12.2008 | 23:03
Hestarnir
Hestarnir mínir eru í Borgarfirðinum, í góðum í haga hjá góðu fólki. Það skiptir miklu máli að vita af vinum sínum í góðum höndum. Í sveitinni verða þeir út desember. Um það samdi ég við bóndann og taldi hann það lítið mál. Fínn náungi! Eftir áramót tek ég þá á hús ef allt gengur eins og maður gerir ráð fyrir. Sjö, níu, þrettán.
Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá þá heim. En um leið er mikil vinna framundan og maður er óneitanlega bundinn. Ég er einyrki og fer því alla daga til að sinna þeim. Morgungjöfina hef ég þó fengið gott fólk til að sjá um fyrir mig gegn sanngjarnri borgun. Það er fínn féagsskapur þarna í hesthúsahverfinu og gott fólk, sem deilir þessari elsku og áhuga á hestum með mér. Og fólkið sem kemur til að vinna fyrir mig, járningamaðurinn, dýralæknir, bóndinn sem selur mér hey,og einhvern þarf ég af og til, til að skipta um möl í gerðinu og svo auðvitað samskipti við afgreiðslufólkið í hestavörubúðunum.
Tamningafókið, sem hjálpar til að við að kenna hestum góða kurteisissiði og penheit við eigandann, reiðkennarann,sem tekur mann sjálfan í gegn hestunum til mikils gagns. Bendir á kæki og vitleysur og kemur parinu til að ná saman. Knapi á hestbaki er kóngur um stund en þarf að kunna ýmislegt til að svo verði. Best þegar báðir eru kóngar, knapi og hestur.
Þá má líka minnast á mennina sem koma til að tæma taðþróna og gæjana sem ryðja snjó þegar þess gerist þörf. Samskipti við áhaldahúsið í Garðabæ er ágætt.
Félagið Andvari gott og nú hefur staðið til að sameina það Gusti. Það er reynar félagið mitt en ég hóf minn feril (!) í Glaðheimum. Var þó smá tíma í B-tröð og síðan Faxabóli í Víðidalnum.
Allt þetta safnast saman og gerir þetta hugðarefni svo ótrúlega líflegt , hressandi og gefandi.
Hestaferðir á sumrin eru sérstakur kapituli.
Erfitt hefur verið undanfarin ár að venjast vinnuvélum og stanslausri umferð malarflutningabíla á svæðinu. Uppfylling Kjóavalla hefur tekið á taugarnar hjá okkur mörgum. Og á fleiri en einn veg. Ákafi Kópavogsmanna að byggja hefur sannarlega sett sitt mark á svæðið við Elliðavatn. Og skógarmisþyrmingin í Heiðmörk fór ekki framhjá manni þar sem flutningabílar óku með farm eftir farm af fallegum trjám í átt til Hafnarfjarðar um árið. Og ekki var gáfulega að verki staðið að setja heila fótaboltahöll við rassinn á hestunum í Heimsenda. Alveg ótrúlegur yfirgangur.
Nú verður sennilega rólegra á þessu indæla svæði. Segja má að fátt sé með öllu illt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.