Fuglar

Í garðinn við húsið mitt koma daglega góðir gestir.  Skógarþrestir, starrar, svartþrestir, auðnutittlingar,  músarindlar láta sjá sig, gráþrestir hafa sést, hettusöngvarar og silkitoppur.  Krummi kemur stöku sinnum og grípur smávegis í gogginn og sest á þakbrúnina og snæðir.   Veitingar eru bornar fram fyrir þessa góðu gesti: epli og sólblómafræ.  Silkitoppurnar eru fallegir og skemmtilegir fuglar og læt ég eina mynd  fylgja hér, sem Kristinn Vilhelmsson tók (hann tók líka þær myndir aðrar, sem hér hafa verið settar inn).

Silkitoppur

 

Ársrit Fuglaverndar nr. 5 var að koma út.  Gullfallegt rit sem allir félagar í Fuglavernd (Fuglaverndarfélag Íslands) fá sent heim.  Það er alveg þess virði að gerast félagi til að fá þetta rit.

Auk þess eru margar fuglaskoðanir á vegum félagsins og fræðandi fyrirlestrar, sem gaman er að hlusta á.  Mæli með þessu góða félagi sem  eins og segir á heimasíðu þess: Fuglaverndarfélag Íslands var stofnað árið 1963. Helstu hvatamenn að stofnun þess voru Björn Guðbrandsson, Úlfar Þórðarson, Richard Thors og Þórður Þorbjarnarson. Saga félagsins og starf fyrstu þrjá áratugina snérist að miklu leyti um verndun arnarins, afkomu hans og útbreiðslu.  Lesið meira á síðunni fuglavernd.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband