Sökkvandi Ísland og krafa um kosningar

Þó gott sé að gleyma sér við lestur ljóða blasir kaldur veruleikinn við og nú er borgarafundur í Háskólabió.  Menn heimta kosningar, Gunnar Sigurðsson stendur þar  keikur ásamt fleiru ágætu fólki.  Mikið er ég ósammála þessari kosningakröfu.  Alls, alls ekki kosningar núna.  Svo gripið sé til sjómannamálsins, sem svo vinsælt, þá segi ég: þjóðarskútan er í brotsjó og að sökkva.  Vilja farþegar þá skipta út skipstjóra, stýrimönnum, vélstjóra og vönum hásetum og fara að leggja á ráðin um hverja eigi að velja til að bjarga skipinu.  Taka tíma og krafta í það á meðan hlýtur allt að reka á reiðanum.  Mér virðist þetta vanhugsuð krafa.  Hins vegar vil ég að stjórnin taka á sig rögg og forði okkur frá því að þurfa að horfa upp á auðmenn setja sig í stellingar til að endurtaka leikinn.  Sigurður Einarsson vill kaupa rústir Kaupþings í Luxemborg, Tryggingamiðstöðin er í þeirri stöðu að svo virðist sem gróðapungar ætli sér að leika gamla leikinn sinn enn og aftur.  Á bloggsíðu Önnu vélstýru http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/  er góður pistill um þetta.

Þá tel ég mikilvægt að hreinsa til í yfirmannsstöðum ríkisbankana og þar sett inn fólk sem er treystandi.  Fáránlegt er að Birna Einarsdóttir sé bankastjóri. Konan sem man ekki sín eigin fjármálaumsvif, Elín Sigfúsdóttir á sömuleiðis alls ekki að sitja í bankastjórastól. Og menn sem unnu við allt ruglið og eru enn að störfum,  hver er hugsunina með þessu.  Og hvernig ætli hinum almennu starfsmönnum bankana líði að horfa upp á þessi ósköp?

Geir Hilmar er heiðarlegur maður og ætti að vera hægt að treysta honum til að leiða þjóðina í gegnum þessar hroðalegu hremmingar.  Hann mætti gjarnan segja okkur meira um hvað er að gerast.  Auk þess held ég að hann sé fullfær um að taka ákvarðanir.  Held að hann sé að komast á skrið svo um munar.

ISG er skelegg kona og getur tekið af skarið.  Hún gerði þó eina algjöra kórvillu með að ráða vinkonu sína sem skrifstofustjóra og sendiherra eftir að verkefnum þeirrar konu lauk í utanríkisráðuneytinu.  Það er slæm ákvörðun hjá Ingibjörgu.  Þegar ráðuneytum er gert að spara!  Nær væri að fækka sendiráðum. 

Hins vegar ætti ekki að segja upp fólki á LSH.  Það er miklu betra fyrir alla að halda fólkinu í vinnu, tryggja öryggi í vinnubrögðum á spítalanum, fólkið þarf ekki að fara á atvinnuleysisbætur og upplifa allar þær hörmungar sem fylgja atvinnumissi.  Sem kosta þegar á  allt  er litið  þjóðina mikið. Þar sem því verður við komið  skal  leggja áherslu á að halda mannskapnum í vinnu.

Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband