Arion banki og Jón Ásgeir Jóhannesson

Þar kom að því.

Loksins.

Arion banki hefur selt 34% úr Högum.  Seljandi  er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, sem á eftir viðskiptin 64,1% útistandandi hluta í Högum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Ekki að það skipti máli en nafngiftin er dásamleg : Eignabjarg.

"Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forsjóri Baugs, segir fráleitt að tugir milljarða króna skuli nú afskrifaðir hjá Arion banka vegna Haga. Bankinn hefur afskrifað hátt í 40 milljarða vegna viðskipta við Jón Ásgeir og fjölskyldu. Jón Ásgeir segir að tilboðum hans og félaga um að greiða skuldina við bankann að fullu hafi ekki verið svarað. Umfjöllun fjölmiðla hafi tekið nýja stjórnedur Arion banka á taugum á kostnað erlendra kröfuhafa. " (Leturbreyting  AM )

Taugatrekkingur:  Jamm og jamm.  Er ekki allt  í lagi , Jón Ásgeir?  Nei sennilega er ekki allt í lagi.

 "Jón Ásgeir vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en féllst á að svara spurningum fréttamanns með tölvupósti. Í svörunum segir að hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, hafi verið reiðubúinn að greiða skuld sína við bankann að fullu í tilboði sem þeir sendu bankanum haustið 2009. Þá hafi bankanum verið boðin eingreiðsla upp á 10 milljarða og skuldbreyting á lánum til 7 ára með tveggja prósenta vöxtum. Síðan þetta tilboð var sent hafi bankinn dregið þá á ansnaeyrunum og þeir vart virtir viðlits. Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka hafi augljóslega viljað losna við sig og sína fjölskyldu úr félaginu." (rúv)

Fagna skal því að Arion banki hefur loksins tekið af skarið  í átt að eðlilegu uppgjöri við fjárglæframanninn og að því er virðist siðblinda kaupmanninn Jón Ásgeir Jóhannesson.

 


mbl.is Arion selur 34% í Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband