11.2.2011 | 23:58
Icesave
Hvað eigum við að halda - hverju/hverjum eigum við að trúa?
Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu andstyggilega Icesvae máli?
Ekki getum við búið við svefnlausa tilveru hafandi áhyggjur af þessu viðbjóðslega Icesave máli.
Við vitum að þegar kemur að uppgjöri þessa máls mun réttlætið sigra.
Stórþjóðirnar Holland og Bretland munu eiga eftir að sitja uppi með skömmina.
Við munum fá okkar tækifæri til að fara í mál við þessar tvær þjóðir sem þykjast geta heimtað greiðslu frá íslenskum almenningi Og það fyrir heimskuna í þeim sjálfum - já og græðgina.
Ég tel rétt að taka undir með Bjarna formanni Benediktssyni .
Og mig langar afar mikið til að losna við þessar sífelldu árásir og misnotkun á síðum Mogga, sem við áskrifendur/lesendur sjáum daglega. Það er bókstaflega hraunað yfir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins alla daga nú um stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.