5.2.2011 | 01:35
Hryllingur - 100 högg með bambusstaf
Með ólíkindum hve ruddaskapur gagnvart konum og stúlkubörnum er látinn viðgangast meðal múslima. Þessi hjartans litla stúlka, aðeins fjórtán ára gömul er sögð hafa átt í ástarsambandi við frænda sinn, giftan mann. Hún sagði aftur á móti að hann hefði nauðgað sér.
Hver ætli hafi gengið úr skugga um hvort sagði satt?
Fyrirlitning á konum er viðvarandi í múslimaþjóðfélögum hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki.
Línpokinn sem menn kalla búrku er eitt formið þeirrar fyrirlitningar. Pokadrusla sem er notuð til að auðmýkja og niðurlægja konur.
Handteknir fyrir að hýða stúlku til dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þennan poka - og allt sem honum fylgir - vill núverandi ríkisstjórn leyfa hérlendis. Já, það er aldeilis björt framtíðin á Íslandi. Öll norðurlöndin hafa verið að kljást við þetta vesen, en háttsettur Ögmundur telur sig vita betur.
Jón Flón (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.