Andvana ríkisstjórn bruðlar samt..

Í sannleika sagt  þá er ég orðin uppgefin bæði andlega og líkamlega á þessu ástandi sem við landarnir búum við.  Það segir sína sögu að ég hef ekki fengið mig til að skrifa eitt orð í margar vikur.

Nú hefur farsinn um stjórnlagaþingið leyst úr læðingi einhverja þörf til að láta leturborðið vinna verkin sín.

Erfitt að sleppa því að segja:  hvað sagði ég ekki  .. hér heima við eldhúsborðið .. eins og meirihluti landa minna hefur vafalítið gert.

Þetta óðagot og fum og fát og algjörlega út út öllu sem nefna má skynsemi.  Hvers vegna að drepa á dreif því sem þarf að gera með þessu dýra dæmi.

Til hvers kjósum við 63 þingmenn nema til að taka slíkt verkefni sem þetta meðal annarra verkefna. Menn tala um þingmenn okkar eins og þeim komi þetta verkefni nánst ekki við.  Hvers konar vitleysa er í gangi meðal minnihluta þjóðarinnar.  Og þar með talin er ríkisstjórnin svokallaða.

Þessi hugsanagangur er gjörsamlega fáránlegur.  Að vilja stofna til 25 manna nefndar til að vinna það sem ætti að vera verkefni þingmanna okkar og hana nú! Þeir eru á launum og mega gjarnan vinna fyrir þeim m.a. með þessu.

Og á sama tíma og þetta andstyggðar bruðl er viðhaft fyrir framan augu okkar þá vefst ekki fyrir þessu fólki að hækka skatta og gjöld nánast allasstaðar. 

Hvað þetta þreytir sálina.  Allt bullið sem er í gangi.  Engin úrræði sem við sjáum taka á sig efnilega og spræka mynd.

Eitt jákvætt verður að fljóta með:  Landið er fagurt og frítt !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæl Auður...Mikið er ég sammála þér í einu og öllu...

Þessir þingmenn okkar eru svo uppteknir við að þrasa um að þrasa um ekkert,og það sem skiptir ekki máli:( Einnig eru þeir svo uppteknir við prívat bisnessa sína... Svo þeir komast ekki yfir meir,GREYIN:) Svo eru sumir svo oft í fríi ..Svo er nú mjög skrítið að Birgitta taki sér frí til þess eins að fara út til að kasta eggjum og skítkastast útí vinnustað sinn...þegar einhver fjöldi er þar fyrir utan.

Við þjóðin eigum að gefa þeim  rauða spjaldið 63 stk...

Ég er með nokkur nöfn sem ég myndi treysta til að rétta við og gefa þjóðinni VON um bjartari tíma:) Áður en þjóðin lendir öll á heilsuhæli til að fara ekki alveg yfir um..

Knúsum hvert annað ,og styðjum á þessum erfiðum tímum...

Halldór Jóhannsson, 28.1.2011 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband