Fórnarlömb

Leiðrétting skulda vegna forsendubrests  ætlar að vefjast fyrir þeim sem að því eiga að vinna.

Flestir virðast óánægðir með þær lausnir sem liggja fyrir.

Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, skrifar í pistli sínum:

 " Stærsti vandinn í að finna lausn á skuldavanda heimilinna í þessum aðgerðum var sennilega að nokkuð stór hópur af þeim sem verst eru staddir í skuldavandanum, voru farnir á hausinn eða stefndu í greiðsluþrot 2007 til 2008 vegna óhóflegrar skuldsetningar, þó ekkert bankahrun hefði komið til."

Af einhverjum ástæðum var þessu fólki haldið á floti og það ber að skoða betur.  Ekki er hægt að slá því föstu að allir þessir væru farnir á hausinn hvort sem væri.

Ég spyr enn og aftur hvers vegna lántakendur sem tóku lán í góðri trú og höfðu fengið leiðbeiningar fjármálaráðgjafa bankana.  skoðað vel sín fjármál og möguleika að standa skil.  Já hvers vegna eiga þeir að borga ósanngjarnar upphæðir og  vexti sem þeir hefðu aldrei samið um á sínum tíma? 

Þetta fólk er gert að fórnarlömbum í þessum þrengingum. 

Og á sama tíma eru afskrifaðar milljarðasummur glæpabarónanna og þeir fá fyrirtæki "sín" á silfurfati. Og sumir þeirra halda  nú áfram  byggingu ofvaxinna sumarhúsa, sem látin var hvíla um stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband