21.8.2010 | 21:29
Má segja frá vondum gjörðum með von um hjálp?
Enn á ný er uppi umræða um þagnarskyldu.
Vandinn er hvort virða beri þagnarskyldu eða ekki.
Séra Geir Waageer sjálfum sér samkvæmur:
Enginn millivegur til í þagnarskyldunni sbr. grein hans í Mogga í dag 21. ágúst 2010.:
Geir segir að þessi ummæli séu með vísan í þá grundvallarhugmynd að prestur hlýði á skriftir í Krists stað. „Presturinn má aldrei gera sig að dómara yfir samvisku annars manns. Hann getur ekki farið að sortera hvers konar leyndarmál eigi að þegja um og hvers konar leyndarmál eigi ekki að þegja um. Hann er hlustandi og á síðan að leiðbeina viðkomandi til þess að taka afleiðingum gjörða sinna."
„Það er háskalegt og varðar hreinan brottrekstur úr prestsembætti að halda fram því sem sr. Geir Waage gerir," segir séra Bjarni Karlsson,sóknarprestur í Laugarneskirkju, um þá skoðun Geirs að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum sé algjör og þar sé engan milliveg að finna.Fyrirmæli barnaverndarlaga taka af öll tvímæli um tilkynningaskyldu presta að hún gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Gengið er út frá því að velferð barnsins hafi forgang. Það er í fulluFyrirmæli barnaverndarlaga taka af öll tvímæli um tilkynningaskyldu presta að hún gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Gengið er út frá því að velferð barnsins hafi forgang. Það er í fullu samræmi við hina kristnu siðfræði og mannsskilning sem setur barnið og velferð þess fremst," segir í yfirlýsingunni.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar séra Geirs Waage og birtist í Morgunblaðinu í morgun
Í yfirlýsingunni m.a:
„Samkvæmt starfsmannalögum eru prestar eins og allir opinberir starfsmenn bundnir trúnaði og þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja í starfi og leynt skal fara. En jafn ljóst er að þeim ber að lúta fyrirmælum barnaverndarlaga. samræmi við hina kristnu siðfræði og mannsskilning sem setur barnið og velferð þess fremst," segir í yfirlýsingunni.
Til umhugsunar:
Þetta er vandmeðfarið mál og furðulegt að menn skipi sér í fylkingar eins og andstæðingar þegar slíkt efni er til umræðu. Í stað þess að kryfja þetta mál til mergjar og finna á því ásættanlegan flöt þar sem allir geta verið sáttir.
Menn virðast forðast að ræða þetta í dýptina eins og það gefur þó sannarlega tilefni til.
Verður ekki að hlusta á fólk , sem er komið langt út af réttir braut og fá þar með tækifæri til að leitast við að leiðbeina því og koma til hjálpar bæði því og þeim sem brotið er á.
Ef rjúfa á þagnareiðinn er þessi möguleiki fyrir borð borinn. Og ef til vil þar með allir möguleikar til að hjálpa og leiðbeina bæði börnum og fullorðum í neyð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.