28.7.2010 | 20:15
Bornir á (ríkisstjórnar)höndum
Merkilegt er að vera vitni að hegðun ráðherra í þessari ríkisstjórn þegar mannaráðningar eru til umfjöllunar. Nú síðast var það Runólfur Ágústsson sem áður var rektor háskólans á Bifröst. Hann var valinn(!) Umboðsmaður skuldara. Það er verðandi ríkisstofnun en starfsemi ráðgjafastofu um fjármál heimilana mun renna inn í embætti umboðsmannsins þegar það tekur til starfa þann 1. ágúst n.k.
Ef eitthvað er skandal þá er það þetta.
Ásta S. Helgadóttir forstöðumaður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna sótti eðlilega um þessa stöðu og væri vel að henni komin.
Nei. Sunny boy sá til þess að kratakerfið færi ekki út af veginum hreina. Það er alveg stórundarlegt hve þessi flokkur sem kennir sig við jafnrétti er lunkinn við að hygla sínum.
Rektorinn fyrrverandi fór frá Bifröst með lítilli reisn. Reyndar fjallar DV um þetta mál í blaðinu í gær undir fyrirsögninni: Afskrifa millljónaskuldir Runólfs.
Nú mun þessi skuldakóngur fá 900 þús. í mánaðarlaun og sennilega kemur eitthvað meira til.
Og enn og aftur minni ég á eftirlætis krataprinsinn hann Einar Karl Haraldsson, sem bara verður að fá a.m.k. 700 þús í laun á mánuði. Sem er svona eins og sumum öryrkum og ellilífeyrisþegum er gert að greiða til baka til TR vegna "ofgreiðslu" fyrir bætur undanfarið ár.
Ok. Sumir segja þetta er bara eitthvað sem þetta fólk átti ekki að fá!
Ekki er litið til þess þegar fólk hefur greitt til TR áratugum saman af launum sínum eins og margir ellilífeyrisþegar hafa gert.
Hvers vegna hegðar þessi ríkisstjórn sér eins og þar sitji eintóm fífl? (hmmm)
Stjórnmálamenn sem hrósuðu gegnsæi og góðri stjórnsýslu. Og gáfu fyrirheit um að standa við slíkt.
Nú horfum við á þessar manneskjur ráða fólk eftir geðþótta og ganga framhjá vel hæfu fólki. Og það sem er ekki betra: Búa til störf fyrir flokksómaga eins og t.d. Einar Karl, sem verður sér til skammar með því að liggja á spena meðan þúsundir manna og kvenna búa við atvinnuleysi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.