24.6.2010 | 00:32
Myntkörfulán
Ó minn guð og Pétur alvitri alþingismaður.
Við bruðlarar og eyðsluklær.
Hvað höfum við gert löndum okkar.
Guði sé lof að glæponarnir okkar hafa fengið milljarða slegna af í skuldabankanum. Og það ofan á þann makalausa gjörning að hafa stolið af okkur hinum í krafti þess að "eiga" bankann".
Og ég tala ekki um þá náð og miskunn að þessir sömu "sómamenn" hafa haft möguleika á að kaupa virt og stöndug íslensk fyrirtæki og éta innúr þeim hratt og örugglega.
Og hvert hefur þessi innmatur farið: Sag mir wo das Geld ist , wo ist das geblieben?
Loksins þegar dómur hefur fallið í þessu andstyggilega máli eru þegar uppi háværar, falskar raddir þeirra sem ekki þola að nokkur manneskja fái að njóta réttlætis.
Lítum til þess sem Marinó Njálsson skrifar.
Fyrir ekki svo löngu síðan birtist sú fregn að bankarnir væru með íþyngjandi magn fjár. Halló! Hvar er það nú? Síðustu fegnir herma að bankarnir muni síga til hruns gangi eftir réttur lántakenda skv. dómnum fræga..
Þessir sömu bankar hafa þolað það að afskrifa milljarða fyrir skítabarónana og veita þeim fyrirtækin aftur á silfurfati. Sbr. Ólaf Ólafsson og við bíðum þess að sjá hvað Arion banki gerir í máli Bónusfeðga.
Viðbjóður hvernig Alþingi afgreiddi Björgólf nú fyrir stuttu síðan.
Nú veina þessir sömu ógeðslegu bankar þegar kemur að réttlæti fyrir borgara þessa lands.
Er ekki löngu kominn tími til að taka í taumana.
HVAÐ ER AÐ YKKUR BANKAMENN?
Athugasemdir
Góð færsla
Sigurður Þórðarson, 24.6.2010 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.