Hvað veldur þessum fresti?

Undarlegt er að lesa þetta svar nýja bankastjórans: 

"Í ýtarlegu viðtali við Sunnudagsmoggann segir Höskuldur skráninguna ganga vel þótt hún sé á eftir áætlun. Inntur eftir því hvort sú ákvörðun standi að Jóhannes Jónsson í Bónus og æðstu stjórnendur Haga fái 15% forkaupsrétt á hlutabréfunum í fyrirtækinu segir hann ekki hafa verið tekna ákvörðun um að breyta henni."

Hvernig er yfirleitt hægt að láta Jóhannes Jónsson í Bónus vera ráðandi í Högum?  Er maðurinn ekki gjaldþrota í raun?  Og með sótsvarta samvisku gegnvart þjóðinni?  Býr í margskuldsettu húsi sem er skráð á fyrirtæki í hans eign.  Það þarf ekki að fjölyrða um þessa fjölskyldu.  Þau eru svo gjörsamlega búin að yfirkeyra allt að maðður á ekki til orð en þetta lýsir  þvi:    Bandit

Nú er nóg komið.

 Það er full ástæða til að ganga til verks eins og maður, bankastjóri góður.

Lát það verða þitt góða verk að hreinsa til þarna svo við getum verið stolt af okkar banka og hans fólki loksins eftir hroðalegt tímabil.

Búnaðarbankinn/Arion banki  hefur verið minn banki um árabil.  Hann hefur átt sínar nafnabreytingar rétt eins og hinir bankarnir.  Fyrir mér er hann samt alltaf gamli Búnaðarbankinn. 

 Það væri mikið ánægjuefni að sjá  menn þar vinni vinnuna sína með reisn.


mbl.is Skráningu Haga frestað til hausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband