30.5.2010 | 00:04
Jón Georg Gnarr Bjarnfreðarson ekki á plani
Úrslit kosninga í Reykjavík eru afar sérstök.
Eigum við að þurfa að horfa á Jón Gnarr Georg Bjarnfreðarson í sæti borgarstjóra næstu mánuðina? Og þá segi ég ef guð lofar. Hann bara getur ekki verið svo vondur að láta okkur sitja uppi með þann mann í heil fjögur ár.
Er ekki búið að leggja nóg á okkur blessaða þjóðina?
Þat es helnauð en vér verðum hylja harm.
Held að einhver úti á plani hentaði betur í borgarstjóraembættið.
Megi allar góðar vættir vernda okkur og gefa okkur betri tíð sem fyrst.
Kjósendur hafa valið og þetta er niðurstaðan. Sorglegt en satt.
Og fólk fær yfir sig það sem það á skilið.
Nú verðum við að vona og biðja til guðs að þessi niðurstaða sé ekki eins heimskulega og hún lítur út fyrir að vera.
Athugasemdir
Einu sinni var asni sem atti mjog vondan eiganda sem bardi hann og mistyrmdi honum a hverjum degi en alltaf kom asninn heim ur haganum a hverjum degi sama hvad illa var farid med hann. Hann var ju asni og vissi bara ekki betur en ad svona ætti tetta ad vera. Gud blessi asna og se salum teirra nadugur.
Þorvaldur Guðmundsson, 30.5.2010 kl. 00:25
Og guð blessi þig , ágæti Þorvaldur. Rétt eins og asnann. Ekki veitir af blessunum fyrir asna.
Auður Matthíasdóttir, 30.5.2010 kl. 00:30
EF ÉG VÆRI BORGARSTJÓRI...........................
Þegar ég sagði pabba að ég vildi ekki kjósa á borgarstjórakosningardaginn vissi ég af hverju - aðeins ég og enginn annar gæti orðið borgarstjóri , allir hinir frambjóðendurnir væru vanhæfir. Eini munurinn á mér og hinum borgarstjóraefnunum yrði sá að ég yrði fyrsti borgarstjórinn í meira en áratug sem ynni með hagsmunum Reykvíkinga að leiðarljósi en ekki einhverra stjórnmálaflokka. Ég sagði hins vegar sjálfur að ég vildi hafa 10 hamingjusöm ár framundan í lífi mínu og að allir hinir sem tekið höfðu þátt í kosningunum fengju 10 óhamingjusöm ár. Þannig að stærsti sigurvegari borgarstjórakosninganna var í raun ég með mitt frábæra og fáheyrða slagorð ´engar kosningar í dag......10 hamingjusöm til viðbótar á morgun!!´
Bæjarstjórnarkosningar ætti að leggja alveg af hér á landi og leyfa fólki að ráða sínum málum sjálft. Við höfðum bæjarfógeta hér áður en ekki bæjarstjóra. Þannig á það líka alltaf að vera með bæina því að án bæjarfógeta er ekkert samkomulag um neitt í neinu bæjarsamfélagi , t.d. að þegar menn stífli stórfljót þá séu þeir að sóa raforku þess en ekki að nýta hana. Ef ég yrði borgarstjóri þá myndi Landsvirkjun tapa mest......ég yrði eins og vera í hryllingsmynd , djöfulleg mara sem myndi ásækja þá og leggjast á þá eins og þeir væru sofandi kýr að næturlagi sem gæti sér enga björg veitt. Aðspurður af hverju ég lofa engu þegar ég fæ nógu mikið fylgi til að geta boðið mig fram sem borgarstjóra næst þá myndi ég segja að það sé dónaskapur að lofa hlutum sem menn geta engann veginn vitað fyrir fram hvort að þeir standi við eða ekki. Þá geti menn alveg eins logið að sjálfum sér.
Mín umdeildasta ákvörðun sem borgarstjóri verður flutningur Reykjavíkurborgar yfir á annað búsvæði sem á að ná frá Mosfellsdalnum að Kjlalarnesi. Öll litlu og fallegu húsin og húsahverfin í Reykjavík verða teiknuð upp af faglistamönnum og teikningarnar sendar á örugga staði úti á landi og sóttar þegar talið verður örruggt að sækja þær. Valhallarhúsið yrði gert alelda og rifið síðan niður en fyrst yrði öllum sem starfa í húsinu gert að flytja búferlum í annað húsnæði. Hús Landsvirkjunar , Orkuveitunnar og Morgunblaðsins yrðu rifin niður líka og ég myndi reyna að beita lögunum til þess að það væri hægt svo hægt væri að endurreisa það sem þar var fyrir. Erlendis yrði talað frekar illa um mig þar sem ég er stoltur and - zíónisti en frekar vel á sama tíma alveg eins og var með youtube.com rásirnar mínar sem ég lagði niður fyrir nokkrum vikum.
Rík áhersla yrði lögð á að fegra svæði í borginni sem hafa orðið fyrir árásum skemmdarvarga og ónytjunga. Vegagerðin yrði lögð niður og fólki sem býr á svæðum vega úthlutaðir styrkir til þess að klára vegina sjálft og ófaglærðir sendir í vegavinnslunám. Hugsanlega gæti farið svo verði ég borgarstjóri að einhverjir úr Saving Iceland verði valdir til að fara með orkumál Reykvíkinga. Og svo kom að ég kaus ekki , og söng um það og trallaði í orðsins fyllstu merkingu og fólk horfði á mig eins og ég væri stórundarlegur maður (sem ég reyndar er) sem er venjan þegar maður fíflast á almannafæri , og pabba fannst svo skrýtið af hverju ég væri að syngja um það á almannafæri að ég hafi ekki kosið af því að ég var svo ánægður , en hann kaus auðvitað Besta flokkinn ásamt frænda mínum.
Skapandi listafólk á vissulega að koma við sögu í tengslum við Besta Flokkinn en ég hefði getað kosið Óttar Proppé í persónukjöri. En ákvörðunin var skýr - enginn yrði kosinn þennan dag , einfaldlega af því að ég nennti því ekki. Varaborgarstjóri yrði einhver úr fjölskyldunni minni. Best fannst mér standa sig hann Ólafur F. Magnússon. Hugsanlega gæti jafnvel farið svo að ég myndi prufa að reyna að stofna svonefnt Reykjavíkurfógetaembætti. Trúnaðarmaður fatlaðra yrði helsti ráðgjafi minn í borgarstjórnarmálum. Þá stofnaði ég Álfa og Huldufólksflokkinn á Facebook. Stjórnmálaflokkarnir eiga að láta borgina og hagsmuni landsbyggðarinnar vera og hugsa fyrst og fremst um stjórnmálin. Stjórnmál , landsbyggðarmál og borgarmál eru einfaldlega ekki eitt og hið sama. Sumir hafa tjáð mé að ég sé ekki aðeins stórundarlegur heldur stórhættulegur maður líka.
bestu kveðjur,
avs (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.