Furður sálarlífsins

Undur gerast fyrir augum okkar langþreyttra landa.

Nú hefur verið kallað á Sigurð Einarsson til yfirheyrslu á meðan kollegar hans sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.

Sigurður er ekki til í að hlýða kallinu og setur skilyrði að sögn.  Bara vill alls ekki handtöku við komuna til Íslands.  Það er svo óþægilegt, skilst mér.

Ætla ekki að tíunda hve margfalt "óþægilegra" það er,  sem hann, sem grunaður afbrotamaður að mér sýnist  og hans líkar hafa sennilega valdið okkur löndunum og við glímum við dag hvern.

Sigurður ber Fálkaorðu á brjósti.  Hann var einn þeirra sem herra Ólafur Ragnar Grímsson bar á höndum sér. 

Það er undarlegt að fylgjast með hvernig umræddur bankamaður reynir að komast undan réttmætri rannsókn.  Samviskan er sennilega svört. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband