25.4.2010 | 21:03
Ég bara segi ekki af mér
Hringurinn þrengist. Það er sárt.
Sumir sjá í hendi sér hvað gera skal og gangast við sínu hlutskipti.
Aðrir spyrna við fótum og segja ekki ég, ekki ég.
Hvers vegna í ósköpunum ætti Steinunn Valdís að láta vera að gefa eftir í stöðunni?
Almáttugur hve hún væri á útopnunni ef í sömu sporum stæði fólk úr öðrum flokkum.
Þá heyrðist gamla krataviðlagið og ævinlega sungið hátt og vasklega: við erum öll jöfn og jafnrétti er krafa okkar og við stöndum við heiðarleika og gagnsæi í stjórnmálum.
EN þessi vesalings flokkur stendur ekki við neitt. Er bara orðin tóm. Jafnvel verri en framsókn og er þá mikið sagt.
Segja má með sanni að Samfylkingin sé ekki flokkur heldur samsuða fremur illa heppnuð úr mörgum flokksbrotum, sem illa lyndir hverjum við aðra.
Kalt mat: Steinunn Valdís á að segja af sér.
Og fleiri eiga að fara sömu leið.
Nú þarf þjóðin nýjar manneskjur með heiðarleika og hugsjónir.
Fólk sem stendur við orð sín.
Athugasemdir
Ég fæ nú ekki annað séð en að pólitíkusarnir okkar leggi bara nokkuð mikið upp úr heiðarleikanum.
þ.e.a.s. heiðarleika annara pólitíkusa.
En án gamans þá er þetta mál miklu stærra en sem nemur afsögn einnar persónu sem áttar sig ekki á trúnaðarbresti sem kominn er í ljós. Hér er um að ræða samfélagslegt stórslys sem snýr að siðferði og kalla mætti einkenni siðferðislegrar úrkynjunar.
Og það er mikil vinna framundan ef við viljum snúa til baka.
Þar eru afneitunin og meðvirknin stærstu vandamálin.
Árni Gunnarsson, 25.4.2010 kl. 22:56
Þakka þér innlitið, Árni!
Já það er mikil vinna framundan. Fólk eins og Steinunn Valdís , Guðlaugur Þór og margir fleiri þurfa að líta yfir farinn veg. Réttast er að þau dragi sig í hlé og leyfi öðrum að komast að. Fólki sem hægt er að treysta. Er með hreinan skjöld.
Ætli það sé möguleiki?
Auður Matthíasdóttir, 26.4.2010 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.