17.4.2010 | 23:29
Konur kveðja og eldfjöll gjósa
Tími iðrunar er runninn upp.
Konur ríða á vaðið.
Ingibjörg Sólrún mætti á þingi Samfylkingar í Garðabæ í dag. Það mátti skilja af orðum hennar að ekki hefðu allir fundarmenn tekið komu hennar vel á fundinn. Hins vegar mæltist Ingibjörgu vel. Orð hennar voru sannfærandi svo og allt hennar látbragð. Og það var elskulegt að sjá hve maður hennar hélt henni þétti í fangi sínu eftir ræðuna. Hún er vel gift hún Ingibjörg Sólrún.
Þorgerður Katrín varð að kveðja og það var ekki síður sorglegt. Flott kona, gáfuð og gjörvileg.
Alveg hreint ótrúlegt að slíkt skuli hafa getað skeð. Ráðherra með mann sér við hlið, sem var bókstaflega sokkinn í bankaspillinguna án þess að hún hafi gert sér grein fyrir því. Svimandi há lán, sem augljóslega er útilokaðað að þau gætu borgað.
Meðan þessu fer fram tekur undir í fjöllunum. Eyjafjallajökull spúir ösku svo öll Evrópa er undirlögð.
Á eyjunni okkar eru konur sem axla ábyrgð.
Þær eru virkilega til eftirbreytni og virðingarvert að þær taka af skarið.
Þannig getum við byggt upp nýtt Ísland.
Pabbi hennar Þorgerðar Katrínar mætti við hús þeirra hjóna og ræddi við fólkið sem þar var komið til að mótmæla. Það var vont að sjá þetta og heyra í sjónvarpinu.
Hreint út sagt finnst mér andstyggilegt að leggjast svo lágt að sitja um heimili fólks. Það eru margir aðrir og heiðarlegir möguleikar til að láta í ljos álit sitt.
Við eigum að virða rétt barna til að fá að vera í friði.
Tala um að Kristján Arason hafi skýlt sér bak við dóttur sína er ljótt.
Fremur má segja að "mótmælendur" hafi ruðst inn í friðhelgi heimilis vitandi að þar býr fjöskylda með ung börn.
Athugasemdir
"Ráðherra með mann sér við hlið, sem var bókstaflega sokkinn í bankaspillinguna án þess að hún hafi gert sér grein fyrir því."
Þú hlýtur að hafa gleymt broskallinum á eftir þessari setningu mín væna.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 00:58
Sæll Jón Steinar og þakka þér fyrir að lesa pistilinn minn.
Mér fannst eiginlega ekki þörf á broskalli þarna
Það getur hver og einn haft sína skoðun á þessu!
Auður Matthíasdóttir, 18.4.2010 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.