6.4.2010 | 22:32
Eldsneyti hækkar um 3-4 krónur
Eldsneytið er orðið fáránlega hátt á landinu. Ekki er hægt að líða það lengur að álögur ríkisins séu ekki lækkaðar.
Nú er hafinn söngur um veggjöld.
Hvert í ósköpunum fara þau gjöld sem lögð eru á bifreiðar? Til úrbóta á vegum þessa lands?
Og hvert munu veggjöldin umræddu renna? Áformað er að endurgreiða lífeyrissjóðum útlagðan kostnað.
En enginn veit hvort þessar summur enda þar sem nú sagt til um.
Það þarf að vera gagnsæi í þessum hlutum öllum.
Hvernig eru álögur og gjöld notuð í lýðveldinu?
Hvað verður um útvarpsgjöldin?
Framkvæmdasjóð aldraðra?
Svo einhverjar álögur séu nefndar hér, sem virðast fremur óljósar þegar kemur til úthlutunar fjárins.
Athugasemdir
Sæl Lady in Blue.
Þau gera það ekki endasleppt meðlimir þessarar Ríkisstjórnar.
Satt segir þú.
Eftir ár verða Líka all flestir komnir á
" Bicycel built for two " !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 00:11
Sæll Þórarinn.
Þessi er góður! En þú gætir reynst sannspár. Ætli sé ekki best að fara að skoða hjól og búnað til að flytja innkaupin! Svo er bara að hjóla út í búð. Og út um allar trissur.
Kær kveðja
Auður Matthíasdóttir, 7.4.2010 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.