Kallað á ketti

 

Undarlegt  orðaval forsætisráðherra vekur athygli. 

Jóhanna forsætisráðherra virðist vera pirruð og svolítið úr jafnvægi.

Sendir þingmönnum Vinstri grænna tón, sem er einkar laus við sáttarstef.

Ætli Jóhanna sé búin að gera sér grein fyrir að þetta samstarf er búið spil?  W00t

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er komin í þrot.  Hún lafir enn saman

meðan samfó reynir að finna aðrar möguleika án þess að missa völdin.

Talar um að smala köttum.  Hvað það er undarleg samlíking. 

Það er enginn vandi að fá ketti til að koma.  Blíð rödd og hljóð í nammiboxinu er sérlega árangursrik aðferð.  ( Kona í Garðabæ kallar á ketti sína)

Sbr. útvarpsþátt á Gufunni fyrir  nokkrum árum, sem  Una Margrét Jónsdóttir stýrði. Þar var fjallað um hvernig dýraeigendur kalla á dýrin sín.  Stórskemmtilegur þáttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband