29.3.2010 | 00:10
Banna tyggjó
Mér var að detta í hug að ríkisstjórnin ætti að banna tyggigúmmi.
Halda banni við tyggjói
Stjórn Singapúrs kvaðst í gær ætla að halda til streitu átján ára banni við innflutningi og sölu á tyggigúmmíi. Þessi frétt birtist fyrir nokkru í Mogga.
Það er lítið augnayndi að sjá þingmenn tyggja hver í kappa við annan meðan rætt er við þá. Þannig sást til tveggja nýlega tyggja kappsamlega. Ótrúlega hallærislegt.
Og meðan við höfum ríkisstjórn forsjárhyggju bannandi í allar áttir væri ekki úr vegi að taka tyggjó úr umferð.
Hvað segja elsku kerlingarnar okkar í stjórnarflokkunum um það?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.