Hvað er framundan á Íslandi?

Í mínum huga er ekki nokkur vafi að stjórnin er við það að falla.  Rúin trausti. 

Margir hugsa þó sem svo:  Hvað fáum við í staðinn.  Verður það nokkuð skárra.

Mjög skiljanleg hugsun.  Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa svokölluðu "vinstri stjórn". Sérstaklega hefur allt talið um skjaldborgina um heimilin og litla efndir þeirra orða valdið sárindum meðal fólks.

Hvað gæti hugsanlega verið í boði. Hér á eftir fylgja skilgreiningar á þjóðstjórn og utanþingsstjórn.

Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis og þá geta menn til að mynda lesið hvað þingmenn hafa segja um hana.

Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á alþingi. Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi þegar Sveinn Björnsson sem þá var ríkisstjóri, leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Hér eru dæmi um orðið utanþingsstjórn á vef alþingis.

Vænlegt virðist mér að við fáum þjóðstjórn með þeirri undantekingu þó  að fá þar með fulltrúa  úr verkalýðshreyfingu/starfsmannafélögum. 

Mér hugnast ekki utanþingsstjórn.  Menn eiga að finna til ábyrgðar þegar þeir hafa náð kjöri á þing.  Þá kröfu getum við sett og gengið eftir að sé uppfyllt.

T. d. var afleitt að sjá og heyra nýkjörinn þingmann tala um að þetta starf sé leiðinlegt og miklu betra að sitja við skriftir.  Og eitt og annað hefur sá blessaði þingmaður unnið sér til ófrægðar.  Förum ekki nánar út í það "smámál"  Þetta var útúrdúr. En kallar eiginlega á greiningarvinnu.  Að þeirri greiningu  má ekki koma  neinn fábjáni.

Hreint út sagt.  Alþingismenn eiga að vinna fyrir virðingunni. Þeir eiga að taka starf sitt alvarlega og sýna í verki að þeir vilja vinna vel fyrir þjóð sína. 

Við verðum að bera taust til nýrrar stjórnar og hana verður að skipa fólk sem stendur fyrir sínu og vel það.

Íslendingar eru í djúpri þörf fyrir leiðtoga, sem stendur frammi fyrir þjóðinni og talar af hreinskilni og festu.  Leynir engu og segir okkur hvers er að vænta og til hvers er ætlast af okkur.

Mál málanna er að stjórnin taki á glæponunum sem nú eru óðum að ná fyrirtækum sem þeir "áttu" afur á sitt vald.  Stöðvi þann ósóma með öllum ráðum og sýni okkur að við séum ekki stödd í algjöru bananalýðveldi þar sem samviskulausir gróðapungar ráða ríkjum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband