4.3.2010 | 22:45
Illþolandi ástand
Hvað er eigilega að gerast með þessari litlu þjóð.
Útrásarbjánarnir falla nú hver um annan þveran inn i mjúkan faðm fyrirgefningar syndanna. Fá starfið sitt áfram á sílfurbakka og mega búast við að eignast fyrirtækin sem þeir eyðilögðu og fá milljarðaafskriftir á gullbakka.
Hvað halda menn að þjóðin þoli þetta óréttlæti lengi?
Já hve lengi í ósköpunum? Ólafur, Finnur, Bakkavararbræður, Bónusfeðgar, Íslenskir aðalverktakar, Wernersystkin, bankamenn eins og Sigurjón, Sigurður Einarsson. Bjarni Ármannsson, Pálmi, Nóatúnsbarnafólkið og allt þetta gráðuga fólk.
Almenningur í þessu landi þarf að standa skil á hverri krónu.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar eru sviptir hverri krónu sem mögulega er hægt að hafa af þeim.
Stefna ríkisstjórnar Íslands virðaist vera sú að hækka skatta og álögur af einstakri óbilgirni, án tillits til þess að fólk á sumt hvert varla til hnífs og skeiðar lengur.
Atvinnulífið er í molum. Menn eygja hvergi von.
Óhófleg uppbygging sem var látin líðast kemur nú alltof mörgum í koll.
Vinnuvélar stand ónotaðar og skuldsettar í hundraða tali. Eigendum eru allar bjargir bannaðar.
Verslanir sem smám saman fóru að reiða sig á þessa þennslu eru nú sem þöglar grafir. Varla kjaftur sem á erindi til viðskipta.
Skattaálögur og hátt matarverð bindur hendur fólks og kemur í veg fyrir að menn geti staðið í framkvæmdum á heimilum sínum. En eimitt slíkt gæti komið einhverjum fyrirtækjum af stað og liðkað um í þessari hræðilegu frosnu stöðu.
Álögur á eldsneyti eru himinháar en ríkisstjórnin ber því ekki við að lækka þær.
Það er hvergi komið til móts við fólkið í landinu.
En vargarnir sem létu græðgina ráða öllum sínum gjörðum, þeir fá mjúka lendingu og fyrirgefningu skuldanna.
Mér virðist við búa við algjört stjórnleysi.
Það er hræðilegt þegar einmitt styrk hönd og skynsemi er það sem þjóðin þarfnast.
Athugasemdir
Sæl. Lady in blue.
þú gerir Þessu öllu mjög greinargóð skil hjá þér, og ég bæti bara við:
KAOS !
Kveðja á þig og þína.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.