Myntkörfulán vs. kúlulán

Af hverju í ósköpunum tók ég ekki kúlulán í stað þess að taka skitið myntkörfulán.  Milljarðar vs. 1, 5 milljónir.  Svo miklu einfaldara að afskrifa milljarðana. En  myntkörfulánið gæti dugað langt yfir endalok þessa lífs  og jafnvel þess næsta.  Afkomendur okkar taka bara við að borga.

Undarlegt að horfa á þessa hluti gerast fyrir framan augu okkar almennings í landinu.  Sami skíturinn virðist vera að endurtaka sig.  Sama fólkið og hjálpaði til að setja okkur í ævarandi skömm og skuldasúpu fær margar milljónir fyrir að vinna "fyrir okkur".  Og sumir kunna ekki einu sinni að reikna tekjur sínar úr evrum í íslenskar krónur.

Fólk þetta situr í húsum sínum óáreitt meðan gengið er með mikilli hörku að hinum almenna borgara.

Þeir sem voru svo ólánsamir að kaupa lóðir í Reykjavík fá ekki að skila þeim.

Svikahrappar fá fyrirtæki á silfurfati og enginn skilur hvert þeir sækja peninga. 

Af hverju þurfa þeir ekki að gera grein fyrir sínum málum. 

Hvers vegna er ekki beitt hörku við þessa lúða. 

Menn brjóta upp lás og ráðast inn í skuldsetta íbúð.  Eigendur eru nú í Noregi.  Þar vantar ekki hörkuna.  Heilar 15 milljónir voru boðnar í þessa eign.  Gríðarlega er þetta mikilvægt miðað við alla milljarðana sem eru afskrifaðir fyrir andstyggðarpakkið, sem gerði okkur þessa skömm.

Hvað er nú í gangi?

Og ríkisstjórnin sem lofaði gagnsæi er haldin leynisýki.  Ekkert má vitnast núna en kannski seinna.  Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Lady in blue.

Ég segi bara og meina......stutt er í ÍSLENSKT EFNAHAGS... RAGNARRÖK !

Takk fyrir góðan pistil. 

Kær kveðja á alla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Þakka þér kærlega. Þórarinn minn.

Auður Matthíasdóttir, 18.2.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband