7.2.2010 | 23:59
Fallegt ljóð
Er í rómantísku stuði eins og svo oft áður. Þetta ljóð sem hér fylgir á eftir er eftirlætisljóð. Það er eftir Hannes Pétursson:
Á bláum skógum draumanna
í dölum svefnsins
þar skulum við mætast
meðan þú ert í burtu
og setjast undir krónurnar
sem krydda blæinn sætast.
Á bláum skógum draumanna
í dölum svefnsins
þar skulum við gleðjast
þangað til þú kemur.
Þá gleymir hvorugt ástinni
og engin þörf á að kveðjast.
Afskaplega þykir mér vænt um þetta ljóð.
Og mér þykir vont að kveðja.
Athugasemdir
Sæl, Lady in blue.
Já, ljóðið er í senn , draumkennt og lifandi og þess vegna vel rómantískt.
Gott er að njóta. "Og mér þykir vont að kveðja " eru góð loka orð.
Kær kveðja á þig og alla þína.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 02:49
Takk, Þórarinn. Það er gott að vera svolitið rómantískur á þessum tímum. Eiginlega nauðsynlegt. Léttir lífið og eykur ánægjustundir. Horfa á björtu hliðarnar! Kær kveðja
Auður Matthíasdóttir, 9.2.2010 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.