Íslandsstofa - Umboðsmaður skuldara - Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs

Þá er lokið málinu um Umboðsmann skuldara - með ágætis niðurstöðu.  Ásta S. Helgadóttir hefur verið skipuð í það (vonandi) góða embætti.

Óska Ástu til hamingju með starfið og vona að henni og samstarfsfólki eigi eftir að vegna vel sem og því fólki sem til þeirra leita.

Þá er vonandi að Árni Páll  skoði hvað hann hefði betur gert og fari eftirleiðis af varkárni og sanngirni í öll mál sem á hans borð rata.

Ráðning Jóns Ásbergssonar í stöðu framkvæmdastjóra Íslandsstofu er til umfjöllunar í blöðum í dag sbr. Mogga bls. 4 (Fréttir) 

 Þórólfur Árnason var meðal umsækjenda um þá stöðu og telur það ferli allt hið sérkennilegast leikrit.  30 umsóknir og 3 viðtöl.  Jú eitthvað er það undarlegt. Friðrik Pálsson formaður stjórnar Íslandsstofu er skv. upplýsingum í blöðum góður kunningi Jóns til margra ára.  Það er ekki snyrtilega staðið að verki að víkja ekki sæti þegar svo er um hnúta búið. 

Ekki ætla ég að efast um hæfni Jóns til þessa starfs.  Hitt veit ég að Þórólfur er mætur maður og afar vel hæfur til stjórnunarstarfa.

Þórolfur er bróðir Árna Páls ráðherra, sem svo sannarlega hefur verið ærið mistækur í sínum verkum.

Það þýðir þó engan veginn að bróðir hans eigi að gjalda fyrir það.  Hvorki pólitík né vensl  né vinskapur eiga að ráða stöðuveitingum hins opinbera. 

Þess vegna langar mig líka til að benda á stöðuna í máli framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs.  Hvað endemis vandræðagangur er þetta? Hvers vegna er ekki ráðið í þessa stöðu?  Hvers vegna þessi bið?

Nú skal Árni Páll sýni í verki að hann lætur ekki sömu vitleysuna gerast aftur. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband