Sumarið er komið

Það er staðreynd.  Sumarið er komið.  Og við fögnum því.  Vonandi bera allir gæfu til þess að njóta sumardaga. " Sætra, langra sumardaga. Folöldin þá fara á kreik og fuglinn syngur og kýrnar leika við hvurn sinn fingur."

Það rann upp fyrir mér ljós þegar ég fór norður í Haganesvík í örfrí, að sumarið er komið.  Ótrúlega var gott að dvelja þar við fuglasöng allan sólarhringinn og fegurð fjalla og víkur, hóla og hæða.

Mér tókst að láta vera að fylgjast með fréttum þennan stutta tíma og það var mikil hvíld og góð.

Sennilega tekur meira á að vera þjóðfélagsþegn á landinu okkar nú en nokkru sinni fyrr.  Áhyggjur, sorg og eftirsjá.

Á hinn bóginn vil ég trúa að við höfum það í hendi okkar að gera lífið betra og fallegra með því að vera staðföst:  Krefjast þess að allt sé á borðinu.  Bankastjórnendur verði að standa fyrir sínum gjörðum, gera grein fyrir sínum verkum. Já standa skil á því sem þeir aðhafast.  Það er komið nóg af svikum í bankageiranum.

Við viljum EKKI að glæponum sé hyglað.  Þeim mönnum sem átu innan úr hverju fyrirtækinu á fætur öðru á svívirðilegan hátt. 

Verði það staðreynd að bankarnir ætli enn að svíkja þá er um eitt að ræða:  Taka upp vopn og berjast þar til réttlætinu er fullnægt.

Það er alltof marg óhreint í starfsemi bankanna sem ekki er hægt að þola.  Og ráðherra bankamála er vita máttlaus maður.

En nú aftur að sumrinu:  Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta, langa sumardaga..Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð.... Lady in blue.

Ég er þessu hjartanlega sammála með Bankamálin.

Ætti maður barfa ekki  að banka uppá hjá þeim ,og spyrja frétta. !

Já, sumarið er komið til að vera ,

Njóttu þess með þínum nánustu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 02:01

2 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Þakk þér og sömuleiðis.  Njóttu sumarsins og hafðu það sem allra best.

Auður Matthíasdóttir, 15.6.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband