Sjúk börn í sjúku þjóðfélagi

Slowly but surely they are getting nowhere.

Jamm þetta á við hvað?  Jú auðvitað samningana um Skjaldborgina. 

Eða hvaða skuldir á a fella niður og hvaða skuldir skal innheimta hvað sem á gengur?

Mér sýndist taka sig upp bros á ásjónu forsætisráðherra í viðtali  í kvöld.  Jú,  Jóhanna  taldi að svarið ætti að liggja fyrir á morgun!  Þetta bros  er svo óvenjulegt að ég hneigist til þess að trúa að eitthvað nýtt sé í vændum.  Eitthvað brosvænt.

Veik börn

Hvað á að gerast hér í þjóðfélaginu?  Horfði á útsendingu þar sem litill drengur fársjúkur var sýndur og okkur greint frá því að nú ætti hann ekki að fá hjálp framvegis frá Heimahjúkrun.  Það vantar tilteknar milljónir til þess að mögulegt sé að veita honum og öðrum börnum í hans stöðu þá umönnun og hjúkrun heima sem hann/þau  þarfnast.

Hann þarf því að leggjast inn á spítala.  Sparnaðurinn er ekki i höfn.  Eins og svo oft áður er dæmið ekki reiknað af kunnáttu og samviskusemi.  Bara klárað í hvelli og svona er þetta bara!

Ég bið ykkur afsökunar sem eruð glöð og ánægð með  að 25 manneskjur fái  þingmannslaun á svokölluðu stjórnlagagaþingi í a.m.k. 3 mánuði.  Það eru miklir peningar sem þar fjúka. Og strangt til tekið  er alls engin sérstök þörf á því.  Mætti hugsa þetta mál betur og vinna betur.

Mér þætti þessum penginum betur varið  til annarra hluta.  Eins og t.d. að veita langveikum  börnum og fölskyldum þeirra þá aðstoð sem þau þarfnast.  Það er komin tuttugu ára reynsla fagfólks á vinnuna með þessum hjartans börnum og góðvild og áhugi er ekki reiknaður til tekna.

Óska þess svo sannarlega að hér verði betur skoðað hvað rétt er og rangt.

Og vil ennfremur taka fram að peningar sem áætlað er að veita í stjórnlagaþing eru að mínu mati enn eitt dæmið um vitleysisgang núverandi ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband